Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra einstaklinga og framkvæmdi húsleit á sex stöðum í umdæminu og utan þess í morgun. Tengjast aðgerðirnar rannsókn á morðinu á Armando Bequiri í Rauðagerði í febrúar.
Í tilkynningu frá lögreglu um málið segir að búast megi við annarri tilkynningu varðandi þessar aðgerðir, en frekari upplýsingar um málið gætu legið fyrir síðar í dag.