fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hætta kennslu í húsnæði Fossvogsskóla – Mygla í húsinu og börn kenna sér meins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 08:00

Fossvogsskóli er einn mygluskólanna. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var haldinn foreldrafundur í Fossvogsskóla vegna heilsuspillandi myglu sem hefur greinst í skólanum í nokkur ár. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, og Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, mættu á fundinn. Þeir sögðu að nýtt framkvæmdateymi hafi verið skipað til að fara yfir stöðuna í skólanum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Skúli hafi sagt að málið hafi tekið langan tíma og margt hefði mátt fara betur. Þegar unnið var við skólann fyrir tveimur árum vegna myglu var skólastarfið flutt í höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Helgi sagði að það væri ekki mögulegt núna. Hann sagði að ekki liggi fyrir hvort rýma þurfi hluta skólans eða hann allan, framkvæmdateymið muni skoða það.

Morgunblaðið segir að á fundinum í gær hafi foreldrar lýst yfir óánægju sinni með ræður og svör Skúla og Helga og hafi spurt hvort börnin ættu að vera áfram í menguðu húsnæði á meðan enn ein skýrsla væri gerð um málið. Áskorun með nöfnum 250 foreldra var afhentur þeim Skúla og Helga á fundinum. Í henni er lýst þungum áhyggjum af stöðu skólans og ótta við áhrif myglunnar á nemendur. „Ástand skólans skerðir lífsgæði barna og starfsfólks og stofnar heilsu þeirra í hættu. Við minnum á að myglumengun getur haft varanleg og skaðleg áhrif á heilsu,“ segir meðal annars í áskoruninni.

Eftir fundinn sendi Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, síðan tölvupóst til foreldra þar sem hún tilkynnti að kennslu verði nú hætt í húsnæði skólans og í dag verði kennt utanhúss, á svæði Víkings, á föstudaginn er starfsdagur og því engin kennsla. Kennsla hefst svo væntanlega í nýju húsnæði á mánudaginn en enn liggur ekki fyrir hvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt