fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Segja að stutt sé í fyrsta flugið hjá Play – Árni gerir stólpagrín að yfirlýsingunni

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 13:59

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Styttist óðum í fyrsta flug Play,“ segir í fyrirsögn Viðskiptablaðsins í dag í frétt um flugfélagið sem aldrei hefur flogið. Í fréttinni kemur fram að félagið stefni á skráningu á First North-hlutabréfamarkaðinn.

Samkvæmt heimildum blaðsins eru forsvarsmenn flugfélagsins að gera hvað þeir geta til að tryggja fjármögnun flugfélagsins til ársloka 2022. Þá herma heimildir Viðskiptablaðsins að Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sé einn af fjárfestum félagsins. Einnig segir að forsvarsmenn félagsins hafi fundað með stærstu lífeyrissjóðum landsins í vikunni.

„Það liggur fyrir að það styttist í fyrsta flugið hjá Play“

Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins Play, vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Viðskiptablaðið en hann sagði þó að stutt væri í fyrsta flug Play. Félagið hefur starfað síðan í lok árs 2019 en nú, rúmlega ári síðan, hefur flugfélagið ekki ennþá sett eina einustu vél í loftið.

„Það liggur fyrir að það styttist í fyrsta flugið hjá Play og við höfum því nýtt tímann undanfarið vel þar sem það er augljóst að við þurfum að ráða fleira fólk og fá meira fjármagn til að framkvæma okkar áætlanir,“ sagði Arnar í samtali við blaðamann Viðskiptablaðsins.

„Allt við Play er svo geggjað

Lögmaðurinn Árni Helgason hæðist að flugfélaginu í kjölfar fréttar Viðskiptablaðsins um félagið. Árni birtir færslu á samfélagsmiðlinum Twitter um málið en Árni er ansi vinsæll á miðlinum. „Allt við Play er svo geggjað,“ segir hann.

„Búið að starfa heillengi, fá hlutabætur fyrir starfsmenn og ætlar núna á markað. Væntanlega stutt í að fyrsti starfsmaður Play fari á eftirlaun, líti um öxl og rifji upp starfsævi sína hjá flugfélaginu sem hefur gert margt en reyndar aldrei flogið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð