fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Páll Guðmundsson er látinn: „Hann Palli var svo mikill húmoristi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 15:00

Páll G. Guðmundsson. Mynd af Páli er aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll G. Guðmundsson er látinn, á áttugasta aldursári. Hann kvaddi mánudaginn 15. mars á heimili sínu eftir erfið veikindi. Knattspyrnufélag Reykjavíkur – KR – lék svo stórt hlutverk í lífi Páls að í tilkynningu um andlát hans í Morgunblaðinu er hann titlaður vélfræðingur og KR-ingur.

Páll starfaði sem vélfræðingur hjá vélsmiðjunni Héðni, Vélsmiðju Einars Guðbrandssonar, Haferninum og víðar. Meðfram atvinnu sinni varði hann ómældum tíma í félagsstarf hjá KR. Hann vann meðal annars ötullega að dómaramálum, uppbyggingu yngri flokka í handbolta og uppbyggingu meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.

„KR var númer eitt tvö og þrjú,“ segir Ásta Jónsdóttir, eftirlifandi eiginkona Páls. „Það sem kom honum alltaf í gott skap var að fjölskyldan væri hér öll saman komin og þegar KR vann. Það sem kom honum síðan alltaf í vont skap var þegar KR tapaði.“

Veikindi Páls voru langvinn en hann kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldunnar. „Hann var lengi veikur, versnaði á haustmánuðum og lagðist inn á sjúkrahús 29. janúar, í líknandi meðferð. Hann kom síðan heim og varði síðustu þremur vikunum á heimilinu. Það var hans ósk að fá að deyja hérna heima, að vera í sínu umhverfi. Hérna sat hann í stólnum sínum og horfði á íþróttir. Kvöldið áður en hann dó þurfti hann að vita hvernig United-leikurinn fór,“ segir Ásta en auk þess að styðja KR í blíðu og stríðu var Páll mikill stuðningsmaður enska liðsins Manchester United.

Húmorinn er það fyrsta sem kemur upp í huga Ástu þegar hún er beðin um að lýsa Páli. „Hann Palli var svo mikill húmoristi og hann hélt í húmorinn fram á síðustu stundu. Við fengum mörg skondin tilsvör frá honum alveg fram á næstsíðasta klukkutímann. Hann var alltaf svo lífsglaður og hann var skýr í hugsun alveg fram á síðustu stundu.“

Útförin verður KR-messa

Útför Páls verður frá Seljakirkju þann 26. mars næstkomandi. Ásta upplýsir að útförin verði í reynd KR-messa. „Þetta á ekki að vera útför heldur KR-messa,“ segir Ásta en þetta verður gert samkvæmt ósk Páls og má fullyrða að ekkert geti heiðrað minningu hins miklu KR-ings betur en að hann verði kvaddur hinstu kveðju með félagið hans í forgrunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína