fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Hjördís sátt við stöðuna á faraldrinum – „Þetta er uppáhaldstalan mín“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Talan er núll í dag,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í spjalli við DV. „Þetta er uppáhaldstalan mín, hún er ofsalega falleg þessi tala,“ bætir hún við í léttum tóni. Enginn greindist innanlands í gær en 608 sýni voru tekin. „Það greindust fjórir á landamærum sem er ekki eins gott,“ bætir Hjördís við en hún leyfir sér að vera bjartsýn. Hún útilokar þó ekki fjórðu bylgjuna.

„Við þorum það ekki alveg  því það er ennþá fólk í sóttkví og ennþá fólk í einangrun, á meðan svo er þorum við ekki að hrósa happi,“ segir hún en alls eru 24 í sóttkví og 30 í einangrun. Mikil fækkun hefur þó orðið í þessum hópum undanfarið en margir lentu í sóttkví í kjölfar smita sem fundust eftir að starfsmaður á Landspítalanum greindist smitaður fyrr í mánuðinum. Hafði hann smitast af nágranna sínum sem bar breska afbrigði veirunnar inn í landið.

„Fólk er greinilega ekki til í fjórðu bylgjuna,“ segir Hjördís og þakkar almenningi fyrir árvekni undanfarið. Fólk sé greinilega að passa upp á sóttvarnir og það skili sér í skimun ef það finnur til einhverra einkenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína