fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Katrín Jakobs vekur athygli í Bandaríkjunum – „Mögnuð niðurstaða“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum opin,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við NBC News í Bandaríkjunum á dögunum en NBC News er ein stærsta fréttastofa Bandaríkjanna. 

Frétt NBC News fjallar um viðbrögð Íslands við kórónuveirunni og stöðuna hér á landi í dag. Ljóst er að aðrir horfa með öfund til Íslands þar sem hér er búið að opna meira en í flestum öðrum löndum. „Nemendur eru í kennslustofum. Skemmtistaðir og veitingastaðir eru troðfullir. Ferðamenn eru velkomnir,“ segir í fréttinni og þá er tekið fram að ekki hafi komið upp nein ný smit hér innanlands vikum saman. Það er þó ekki alveg rétt þar sem nokkur smit voru greind í síðustu viku, svo virðist þó vera sem þau hafi verið einangruð nógu snemma þar sem smitin hafa ekki farið upp á við í kjölfarið.

Katrín hrósar íslensku þjóðinni í viðtalinu og segir hana vera ástæðuna fyrir árangrinum. „Ef ég hugsa um þennan faraldur, það sem stendur uppi, í alvörunni, er hvernig íslenska þjóðin hefur tekið þátt. Hvernig fólk hefur raunverulega treyst ráðum sérfræðinga og vísindamanna,“ segir Katrín í viðtalinu. „Fólk breytti í alvörunni hegðun sinni.“

Þá er talað um landamærin á Íslandi, það er að segja hvernig haldið er utan um þá sem koma til landsins. „Ferðamenn og Íslendingar þurfa að sýna neikvætt PCR próf við komu og fara svo í skimun á flugvellinum og aftur eftir fimm daga sóttkví,“ segir í fréttinni og Katrín kemur með sína athugasemd á það. „98% fólks kemur í seinni skimunina og mér finnst það vera mögnuð niðurstaða,“ segir hún.

Flutti til Íslands í faraldrinum

Í fréttinni er einnig rætt við Brent Ozar frá San Diego en hann flutti til Íslands til að vinna hér á meðan faraldurinn er í gangi. „Ég endaði hér á Íslandi því ég er með astma. Þegar kórónuveirufaraldurinn kom hugsaði ég um alla staðina sem ég gæti farið á og mér fannst Ísland vera svo töfrandi staður til að vera á og einangra sig í smá,“ segir Ozar. „Mér líður eins og ég búi í sveitinni, eins og í Michigan eða Ohio en með alvöru evrópskum blæ.“

Ozar segir þá að honum líði eins og hann sé miklu öruggari hér á landi þar sem íslenska þjóðin tekur faraldrinum alvarlega. „Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fara í lyftu með fólki sem notar ekki grímur,“ segir Ozar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum