Í gær mældust rúmlega 3.000 skjálftar á Reykjanesskaga að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Sá stærsti var 5,4 og átti upptök sín um 2,5 km vestur af Nátthaga. Í gærkvöldi mældust fjórir skjálftar frá 3,3 til 3,6 að stærð. Þrír áttu upptök við Fagradalsfjall og einn NV við Grindavík.