fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Jón Viðar Arnþórsson minnist ömmubróður sem lést í hárri elli – „Ótrúlegur maður og þvílík fyrirmynd“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. mars 2021 15:15

Stefán Þorleifsson. Aðsend mynd og kertamynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Þorleifsson lést á sunnudagsmorguninn á 105. aldursári. Frá þessu er greint á fréttavefnum Austurfrétt. Stefán var íþróttakennari og framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Hann fæddist í Naustahvammi á Norðfirði árið 1916.

Stefán var fjórði í röð 14 barna Maríu Aradóttur og Þorleifs Ásmundssonar. Hann kvæntist Guðrúnu Sigurjónsdóttir árið 1945 og þau eignuðust saman fjögur börn.

Stefán var drifkraftur í fjölmörgum framfaramálum í Neskaupstað, meðal annars byggingu sundlaugarinnar á staðnum en hann veitti henni forstöðu í mörg ár.  Á 100 ára afmæli Stefáns var sundlaugin nefnd Stefánslaug honum til heiðurs.

Bardagakappinn minnist ömmubróður síns

Meðal ættingja Stefáns heitins er bardagakappinn Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnandi íþróttafélagsins Mjölnis og stofnandi ISR á Íslandi. Stefán var bróðir ömmu Jóns, sem heitir Guðbjörg Þorleifssdóttir.

Jón minnist Stefáns með eftirfarandi orðum á Facebook-síðu sinni:

„Bróðir ömmu minnar er látinn á 105. aldursári. Ótrúlegur maður og þvílík fyrirmynd! Hann sýndi okkur að maður er aldrei of gamall fyrir íþróttir og hvað hollt líferni getur skipt miklu máli. Ég votta fjölskyldu Stefáns mínar innilegustu samúðarkveðjur“
Í stuttu spjalli við DV segir Jón að langlífi sé mjög algengt í ættinni. „Systkini ömmu voru flest mjög langlíf og langlífi þeirra hefur oft komið í fréttum,“ segir Jón, en systkinin voru 14 eins og áður segir.
Jón sendi DV meðfylgjandi mynd sem er ellefu ára gömul, en þarna sést hann með Stefáni og eiginkonu hans, Guðrúnu Sigurjónsdóttur.
Guðrún Sigurjónsdóttir, Jón Viðar Arnþórsson og Stefán Þorleifsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meirihlutaslitin vekja furðu – „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt“

Meirihlutaslitin vekja furðu – „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt“
Fréttir
Í gær

Einar slítur borgarstjórnarsamstarfinu

Einar slítur borgarstjórnarsamstarfinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum