Stefán Þorleifsson lést á sunnudagsmorguninn á 105. aldursári. Frá þessu er greint á fréttavefnum Austurfrétt. Stefán var íþróttakennari og framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Hann fæddist í Naustahvammi á Norðfirði árið 1916.
Stefán var fjórði í röð 14 barna Maríu Aradóttur og Þorleifs Ásmundssonar. Hann kvæntist Guðrúnu Sigurjónsdóttir árið 1945 og þau eignuðust saman fjögur börn.
Stefán var drifkraftur í fjölmörgum framfaramálum í Neskaupstað, meðal annars byggingu sundlaugarinnar á staðnum en hann veitti henni forstöðu í mörg ár. Á 100 ára afmæli Stefáns var sundlaugin nefnd Stefánslaug honum til heiðurs.
Meðal ættingja Stefáns heitins er bardagakappinn Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnandi íþróttafélagsins Mjölnis og stofnandi ISR á Íslandi. Stefán var bróðir ömmu Jóns, sem heitir Guðbjörg Þorleifssdóttir.
Jón minnist Stefáns með eftirfarandi orðum á Facebook-síðu sinni: