fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Fyrsti bankaræningi Íslandssögunnar sleppur við fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. mars 2021 12:00

Samsett mynd DV. Hægri hlutinn er frá forsíðu DV frá 1984 og sýnir William (t.v.) ganga með lögreglumanni til Sakadóms.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

William James Scobie, 58 ára gamall íslenskur ríkisborgari sem flutti til Íslands frá Bandaríkjunum á barnsaldri, var í morgun sakfelldur fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Á unga aldri vakti William gífurlega athygli fyrir heldur skrautlegra afbrot. Árið 1984 framdi hann bífræfið vopnað bankarán í Landsbankanum að Laugavegi 77. William var einnig grunaður um rán í Iðnaðarbankanum í Breiðholti nokkrum dögum áður en það telst vera fyrsta bankarán Íslandssögunnar. Aldrei tókst að sanna þann glæp á William en hann játaði á sig fyrrnefnda ránið og telst því vera fyrsti bankaræningi Íslandssögunnar.

Ránið átti sér stað föstudagskvöldið 17. febrúar árið 1984. Á þessum tíma tíðkaðist að fyrirtæki kæmu með dagsölu sína í sérstökum peningapokum og legðu inn í næturhólf, sem leit út eins og stór bréfalúga. Þetta kvöld ógnaði William starfsmanni ÁTVR sem var að kom með peninga fyrir áfengissölu dagsins frá ÁTVR-versluninni sem þá var við Lindargötu. William beindi afsagaðri haglabyssu að manninum og skaut úr byssunni upp í loftið, uns maðurinn lét undan kröfu hans og afhenti honum féð sem voru tæplega tvær milljónir króna.

19 ára gamall starfsmaður í Landsbankanum var vitorðsmaður með William í ráninu og játaði hann aðild sína að því.

Í DV þann 28. febrúar 1984 er greint frá því að fyrrverandi starfsmaður ÁTVR hafi komið lögreglu á sporið. Maðurinn var málkunnugur William sem hafði sýnt mikinn áhuga á peningaflutningum ÁTVR og spurst mikið út í þá. Maðurinn taldi á þeim tíma ekkert grunsamlegt við þessi samtöl en eftir að hann las um ránið í blöðunum hafði hann samband við lögreglu og greindi frá samskiptum sínum við William.

Í kjölfarið var gerð húsleit á heimili Williams í Breiðholti og fannst þar um helmingur af þýfinu. Einnig fundust þar lambhúshettur, grifflur, úlpa og skófatnaður sem komu heim og saman við lýsingu sjónarvotta að bankaráninu.

Ógnaði lögreglu með steikarspaða og kertastjaka

Síðastliðið haust ákærði héraðssaksóknari William James Scobie fyrir brot gegn valdstjórninni. Honum var gefið að sök að hafa þriðjudaginn 27. mars 2018 gripið ílangt málmlitað áhald, sem hann sagði vera hníf, inni í íbúð í Reykjavík, og ráðist með því gegn fimm lögreglumönnum. Síðar kom í ljós að áhaldið var ekki hnífur heldur steikarspaði. Einnig var honum gefið að sök að hafa kastað kertastjaka í átt að lögreglumanni en misst marks.

William var sem fyrr segir fundinn sekur um þessa háttsemi í héraðsdómi í morgun. Hann fékk þriggja skilorðsbundið fangelsi og verður honum ekki gerð refsing ef hann heldur skilorð í tvö ár.

DV fær nánari upplýsingar um dóminn síðar í dag og verður þá birt ný frétt um málið. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólöf Tara er látin

Ólöf Tara er látin