Lesandi DV ók framhjá bíl sem hafði verið velt í Grafarholti í morgun og tók meðfylgjandi myndband af vettvangi. Atvikið átti sér stað við Jónsgeisla, rétt hjá dýraspítala og sjúkraþjálfunarmiðstöð.
Á leiðinni mætti lesandinn lögreglu og sjúkraliði sem var að koma á vettvang. Svo virðist sem bíllinn hafi steypst fram af bílaplani.
Ekki er vitað hvort slys urðu á fólki við óhappið.