fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Leikvallarslysið í Hafnarfirði: Ósáttur með orð lögreglunnar um að slysið hafi verið minniháttar – Bíllinn var ofan á honum í mínútu

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 12. mars 2021 21:00

Gæi eftir slysið hræðilega

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur Jónatans Inga Jónssonar lenti í alvarlegu slysi seinastliðinn sunnudag þegar mannlaus bíll rann niður brekku og lenti á rólu sem hann var á leik í. Birst hefur í fjölmiðlum að slysið hafi ekki verið alvarlegt og að atvikið hafi verið minniháttar en það eru upplýsingar sem koma frá lögreglunni. Jónatan segir í færslu á Facebook-síðu sinni, sem hann gaf DV góðfúslegt leyfi til að afrita, að atvikið hafi verið mjög alvarlegt og birtir myndir til að rökstyðja orð sín.

„Í einhverjum fjölmiðlum kom fram að lögreglan taldi þetta atvik „minniháttar“ og „alls ekki líta illa út“, en í okkar augum var þetta mjög alvarlegt þar sem Gæi var fastur undir bílnum og það blæddi talsvert mikið úr andliti og höfði hans. Með hjálp bræðra og annarra góðra manna tókst okkur að losa hann undan bílnum á innan við mínútu. Blessunarlega var læknir á svæðinu sem hafði orðið vitni að atburðinum, og tók hún að sér að hugsa um hann þar til sjúkrabíll og lögregla komu á staðinn stuttu seinna,“ skrifar Jónatan en Gæi, sonur hans, var skoðaður bak og fyrir á bráðamóttöku og sendur í CT-skanna, sem og röntgen-myndatöku.

Því næst var Gæi svæfður svo hægt væri að gera að sárum hans en meðal annars þurfti að sauma fimm spor undir vör, fimm spor og hnakka og annað eyrað þurfti nánast að sauma saman, segir Jónatan.

„Eftir frekari rannsóknir var okkur tjáð að auk fyrrnefndra áverka væri hann með sprungu í höfuðkúpu ásamt áverkum á augnbotni. Vegna þessa var okkur haldið á gjörgæslu í eftirliti í tvo sólarhringa og við tók svo einn sólarhringur á barnaspítalanum. Fyrstu tvo dagana eftir slysið var varla að sjá á okkar manni að hann hafi lent í svona alvarlegu slysi þar sem hann vildi helst komast heim til sín til að hitta Hauk litla bróðir sinn,“ skrifar Jónatan en það var algjört kraftaverk hversu vel Gæi slapp frá slysinu. Hann sé verkjaður nú fjórum dögum eftir slysið en hleypur samt sem áður út um allt, sparkar í bolta eða reynir að fara í handahlaup.

Jónatan þakkar fjölskyldu þeirra og vinum sem hafa staðið þétt við bakið á fjölskyldunni. Þau hafi fengið ótal skilaboð, matarsendingar og gjafir fyrir börnin og endar færsluna á fallegum orðum: „Ást og friður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“