fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Jón Steinar sagði sig frá verkefninu – „Úrbóta er þörf“ segir Áslaug sem fann nýjan lögmann í verkið

Heimir Hannesson
Föstudaginn 12. mars 2021 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður hefur óskað eftir því við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að falla frá því verkefni að skoða málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstigi sem honum hafði verið falið.

Samningur milli dómsmálaráðuneytisins og Jóns Steinars var opinberaður í vikunni en deginum áður tilkynntu níu konur á blaðamannafundi að þær hefðu ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna ákvörðun ríkisins um að fella niður mál þeirra. Allar höfðu þær orðið fyrir kynbundnu ofbeldi.

Jón Steinar og Áslaug Arna gáfu svo næstu daga sitthvora skýringuna á því hvert verkefnasvið Jóns væri. Sagði Áslaug að verkefni Jóns væri afmarkað við efnahagsbrot. Síðar sagði Jón orð Áslaugar ekki rétt og engin afmörkun við efnahagsbrot hefði verið rædd.

Samkvæmt samningnum átti Jón að fá 17 þúsund krónur greiddar á tímann en ekki yrði greitt fyrir meira en eitt hundrað klukkustunda vinnu nema að fengnu samþykki ráðuneytisins.

Í tilkynningunni segir jafnframt að Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður taki nú við verkefninu.

Tilkynning Áslaugar er í heild sinni svohljóðandi:

Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, hefur tekið að sér að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstigi. Jón Steinar Gunnlaugsson, fv. hæstaréttardómari, óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefninu og hef ég fallist á þá beiðni.

Ég tel rétt að árétta að tildrögin að þessu verkefni voru síendurteknar fréttir af löngum málsmeðferðartíma efnahagsbrota, einkum í svonefndum hrunmálum. Ég hef átt samtöl við fjölda lögmanna sem sinnt hafa slíkum málum og öll erum við sammála um að úrbóta í málaflokknum sé þörf. Niðurstaða þeirrar vinnu sem nú er ráðist í getur gagnast einnig í fleiri brotaflokkum. Það er hagur allra að rannsókn og meðferð mála fyrir dómstólum taki ekki of langan tíma.

Hörður Felix mun á meðan verkefninu stendur kalla sérfróða aðila að borðinu, fólk með reynslu og þekkingu sem verjendur í sakamálum til að leggja sín lóð á vogarskálarnar um þetta mikilvæga efni. Ég tel mikilvægt að hlusta á ólík sjónarmið í þessu efni, meðal annars frá þeim sem starfa ekki innan kerfisins. Afraksturinn verður tekinn til skoðunar og í framhaldinu kallað eftir sjónarmiðum fleiri aðila, t.d réttarfarsnefndar.

https://www.facebook.com/aslaugarna/posts/1761489270688554

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“