Frá miðnætti hafa rúmlega 800 skjálftar mælst á Reykjanesskaga. Allnokkrir voru um og yfir 3, sá stærsti 3,4 en hann varð klukkan 02.10. Virknin er aðallega bundin við Fagradalsfjall eins og áður. Mikil skjálftavirkni var frá miðnætti og fram til klukkan 3 en enginn gosórói mældist í nótt.
Í gær mældust um 2.500 skjálftar á Reykjanesskaga. Um 40 voru yfir 3 að stærð, sá stærsti mældist 5,1 en hann reið yfir klukkan 03.14.