Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Fram kemur að virknin, sé eins og í gær, að mestu bundin við suðurhluta Fagradalsfjalls en nokkrir skjálftar hafi mælst rétt norðaustan við Grindavík. Sá stærsti 3,9 klukkan 04.35. Einnig hafi örfáir skjálftar mælst við Trölladyngju. Enginn gosórói hefur mælst né afgerandi breytingar í GPS gögnum.
Í gær mældust um 2.900 skjálftar á Reykjanesskaga. Sá stærsti var 4,0 en hann reið yfir klukkan 23.01.
Virknin á svæðinu jókst á sjötta tímanum í gær eftir rólegan sólarhring. Í kjölfarið varð virknin aðallega bundin við suðurhluta Fagradalsfjalls. Um klukkan 18.45 í gærkvöldi jókst tíðni smáskjálfta á svæðinu og samfara því mældust nokkrir skjálftar um og yfir 3,0.