fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Dóttir Jóns Steinars ósátt – „Faðir minn er góður og heiðarlegur maður“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 10. mars 2021 16:30

Jón Steinar Gunnlaugsson. Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda Björg Jónsdóttir, lögmaður og dóttir lögmannsins Jóns Steinars Gunnlaugssonar segir það þreytt að faðir hennar sé sagður sérstakur stuðningsmaður kynferðisbrotamanna. Hún vekur athygli á þessu í pistli sem hún ritar á Facebook.

Dómsmálaráðherra hefur falið Jóni Steinari að leita úrbóta við löngum málsmeðferðartíma í sakamálum, meðal annars með því að vinna úttekt vissum þáttum réttarkerfisins. Málið hefur vakið mikla athygli og hafa meðal annars Kvenréttindafélag Íslands ásamt Stígamótum sent frá sér yfirlýsingu þar sem skipun Jón Steinars er mótmælt. Í yfirlýsingunni var vísað til þess að Jón Steinar hafi í greinaskilum gagnrýnd málsmeðferð kynferðisbrota fyrir dómi og sagt dómara hafa slegið verulega á kröfum um sönnunarfærslu. Eins voru rifjuð upp ummæli Jón Steinars frá árinu 2017 að þolendur kynferðisbrota ættu fremur að fyrirgefa brotin en að „ganga sinn æviveg uppfullir af hatri“

Þreytt umræða

Hulda segir þessa mynd sem dregin er upp af föður hennar þreytta.

„Mikið er það nú orðið þreytt þegar fólk heldur því fram að faðir minn sé e-r sérstakur tals- eða stuðningsmaður kynferðisbrotamanna hérlendis. Fólk sem heldur slíku fram opinberar um leið eigin fávisku því þetta gæti ekki verið fjær sanni. Hann hefur óbeit á slíkum brotum og hefur fulla samúð með fólki sem lendir í slíkum hræðilegum brotum.“

Bendir Hulda á að faðir hennar hafi vakið athygli á því að dómstólar eigi það til að sakfella menn án þess að sekt þeirra sé yfir vafa hafin, en það sé á skjön við meginregluna um að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð.

„Finnst þessu fólki að reglan ætti að vera á hinn veginn? Sekt uns sakleysi sannast? Hvernig myndi það líta út? Myndi það samrýmast 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrár okkar sem segir að hver sá sem borinn sé sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð?“

Faðir minn er góður og heiðarlegur maður

Varðandi ummæli Jón Steinars um fyrirgefningu segir Hulda að þau hafi verið slitin úr samhengi og óþolandi sé að horfa upp á það. Bendir hún á kafla úr bók Jóns „Lífsreglurnar fjórar – viskubók Tolteka“ þar sem vikið er að fyrirgefningunni, en umrætt brot má finna hér neðst í  fréttinni.

„Faðir minn er góður og heiðarlegur maður og það vita allir sem hann þekkja. Það er óþolandi að þurfa sífellt að horfa upp á það að hann sé vændur um að vera þessi hræðilegi maður sem styðji við ofbeldismenn. Það gerir hann ekki, hann vill einfaldlega að kerfið okkar virki eins og það á að virka, fyrir alla.

Þó það sé óþolandi og særandi fyrir mig að horfa upp á múgæsingarfólkið halda því ítrekað fram að hann sé þessi hræðilegi maður, þá hef ég samt ákveðið að fyrirgefa þessu fólki, sjálfrar mín vegna.“

Hér er kaflinn sem Hulda vitnar í úr bók Jóns: 

,,Hugarástand plánetunnar er sjúkt og mannfólkið er haldið sjúklegum ótta. Einkenni sjúkdómsins eru tilfinningarnar sem fólk þjáist af; reiði, hatur, sjálfsvorkunn, öfund og svik. Þegar óttinn verður yfirþyrmandi hættir hinn rökræni hugur að starfa rétt og við köllum það geðveilu. Geðveikur maður verður til þegar hugurinn er orðinn svo óttasleginn og sársaukinn sem sárið veldur svo yfirþyrmandi að eina leiðin til að sefa sársaukann virðist vera að rjúfa tengslins við hinn ytri heim.

Ef við getum litið á hugarástand okkar sem sjúkdóm, verður okkur ljóst að það er til lækning við honum. Við þurfum ekki lengur að þjást. Fyrst þurfum við að nota sannleikann til að opna tilfinningasárin, hreinsa úr þeim eitrið og hlú að þeim svo þau nái að gróa. En hvernig er þetta framkvæmanlegt? Við verðum að fyrirgefa þeim sem okkur finnst hafa gert á hlut okkar, ekki vegna þess að þeir eigi það endilega skilið, heldur því við elskum okkur svo mikið að við viljum ekki halda áfram að gjalda fyrir óréttlætið.

Fyrirgefningin er eina leiðin til þess að læknast. Við getum valið að fyrirgefa því við finnum til samúðar gagnvart okkur. Við getum sleppt tökum á gremjunni og lýst yfir: ,,Nú er nóg komið! Ég vil ekki lengur vera dómarinn sem vinnur markvisst gegn sjálfum sér. Ég vil ekki lengur níðast á mér og misþyrma mér. Ég vil ekki lengur vera fórnarlamb.”

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum