fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Disney takmarkar aðgengi að Dumbo og fleiri myndum á streymisveitu sinni vegna rasisma

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 20:30

Myndir/Disney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Disney+, streymisveita Disney, hefur síðan hún var opnuð í nóvember 2019 gert fólki kleift að horfa á gamlar Disney-kvikmyndir. Í janúar 2021 var nokkrum kvikmyndum skyndilega kippt af streymisveitunni og ekki lengur hægt að horfa á þær. Disney gaf út að það væri vegna rasískra skilaboða sem myndirnar gáfu í skyn.

Núna hafa stjórnendur þó ákveðið að bæta myndunum aftur við en þetta eru myndir á borð við Dumbo, Pétur Pan og Hefðarkettirnir. Þeir tóku ákvörðun um að hafa myndirnar inn á veitunni en í staðinn koma upp skilaboð um að ákveðnar staðalímyndir í efninu séu rangar í dag og hafi einnig verið rangar þegar myndin var gerð.

Skjárinn sem blasir við fólki þegar það hefur spilun á Dumbo á Disney+ Skjáskot/Disney

Ef að aðili með svokallaðan barnaaðgang ætlar að horfa á myndir sem innihalda þessar staðalímyndir þá þurfa foreldrar að slá inn PIN-kóða til að leyfa spilunina. Séu foreldrar ekki búnir að setja upp PIN-kóða fyrir barnaaðganga geta þeir ekki horft á myndirnar. Þetta er gert svo að ekki sé að fjarlægja menningarafurð heldur einungis gefa foreldrum val um hvort þau vilji sýna börnunum sínum myndina eða ekki.

Skjáskot/Disney
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum