Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Vísir.is hefur eftir Elísabetu Pálmadóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, að óróinn nú sé ekki eins kröftugur og sá er mældist 3. mars en það þurfi þó að skoða hann betur. Hún sagði að engin merki sjáist á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið en óróinn geti verið merki um kvikuhreyfingar í kvikuganginum sem hefur myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis.
Hún sagði skjálftana ekki stóra en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Af þeim sökum eru enn taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu.