fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Virknin jókst við Fagradalsfjall í morgun – Óróapúls greindist

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 06:53

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 5.20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í ganginum. Nú mælist óróahviða á svæðinu en þó hefur dregið úr henni. Virknin er mjög staðbundin syðst í ganginum og er líklega merki um að gangurinn sé að stækka.

Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Vísir.is hefur eftir Elísabetu Pálmadóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, að óróinn nú sé ekki eins kröftugur og sá er mældist 3. mars en það þurfi þó að skoða hann betur. Hún sagði að engin merki sjáist á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið en óróinn geti verið merki um kvikuhreyfingar í kvikuganginum sem hefur myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis.

Hún sagði skjálftana ekki stóra en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Af þeim sökum eru enn taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana