fbpx
Föstudagur 14.febrúar 2025
Fréttir

Sveinn Andri tjáir sig um konunglega viðtalið

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, birti færslu í gærkvöldi á Facebook-síðu sinni varðandi viðtalið umdeilda sem Oprah Winfrey tók við Harry Bretaprins og Meghan Markle.

„Ég hef aldrei skilið þetta tal margra á Íslandi að brezka konungsfjölskyldan sé úrelt fyrirbæri. Hver segir að þetta sé úrelt? Konungdæmið er hluti af sjálfsmynd og sögu Breta; þjóðarvitundinni. Um leið og konungdæmið verður úrelt að mati þegnanna og hættir að vera hluti af vitund þeirra sem þjóðar, er það búið spil. Það er Breta að meta það hvenær og hvort konungdæmið er úrelt. Margar þjóðir halda í hefðir og fyrirbæri, sem tengir nútímafólk við fortíð og sögu,“ skrifar Sveinn Andri en hann segir breska hagkerfið vera í miklum plús þegar kemur að konungsfjölskyldunni. Túristar hafa mikinn áhuga á henni og heimsækja margir ferðamenn landið einungis vegna áhuga á fjölskyldunni.

„Það er alþekkt í sumum fjölskyldum er ekki tekið á andlegum vandmálum sem koma upp hjá einstökum meðlimum; þeim er í einhverri skömm eða út af stolti sópað undir teppið. Það virðist vera tilfellið í þessari fjölskyldu. Meghan á alla mína samúð og Harry er traustur eiginmaður að hafa komið spúsu sinni til hjálpar. Það var meira en karl faðir hans gerði,“ en þarna vitnar hann líklegast í þegar Karl Bretaprins, faðir Harry, veitti Díönu, eiginkonu sinni, ekki mikla aðstoð þegar hún kom inn í fjölskylduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skotveiðimenn skiptast í fylkingar eftir ákvörðun Jóhanns Páls – „Þeir geta troðið þessu upp í rassgatið á sér“

Skotveiðimenn skiptast í fylkingar eftir ákvörðun Jóhanns Páls – „Þeir geta troðið þessu upp í rassgatið á sér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Colas ómyrkur í máli um íslenska vegakerfið – „Svo er sérfræðingurinn hissa á ástandinu“

Framkvæmdastjóri Colas ómyrkur í máli um íslenska vegakerfið – „Svo er sérfræðingurinn hissa á ástandinu“
Fréttir
Í gær

Landsréttur skipar héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið fyrir – Gediminas geti tekið til varna

Landsréttur skipar héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið fyrir – Gediminas geti tekið til varna
Fréttir
Í gær

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið