fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Óhugnanlegt myndband af bílslysinu í dreifingu – „Ég hleyp að rólunni og heyri þá drenginn minn gráta“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 16:32

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur afar óhugnanlegt myndband verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða myndband af bílslysinu hræðilega sem átti sér stað í Áslandshverfi í Hafnarfirði um helgina.

Slysið vakti mikla athygli þegar greint var frá því um helgina. Börn voru að leik á leikvelli í rólu þegar bíllinn rann mannlaus á leikvöllinn. Maðurinn hafði skilið bílinn eftir ekki í gangi en bíllinn var ekki í handbremsu og rann af stað niður brekkuna. Tveggja ára drengur varð undir bílnum. „Mín fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort ég sæi barnið mitt en ég vissi ekki að dóttir mín hefði líka verið að leika sér þarna. Ég hleyp að rólunni og heyri þá drenginn minn gráta undir bílnum,“ segir Jóhann Ingi Jónsson, faðir drengsins, um atvikið í samtali við Vísi.

„Það var léttir að vita þá að hann væri á lífi og við byrjuðum að lyfta bílnum ofan af honum. Bræður mínir, frændur og maður sem kom hlaupandi að tóku þátt í að lyfta bílnum, í heildina vorum við fimm til sex. Það tók okkur nákvæmlega 53 sekúndur að ná honum undan bílnum.“

Eins og fyrr segir hefur myndband af slysinu verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum en í viðtalinu við Vísi biðlar Jóhann til almennings að vera ekki að dreifa myndbandinu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef börnin hans sæu myndbandið og að áfallið sé nú þegar nógu mikið, bæði fyrir fjölskylduna og manninn sem átti bílinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
Fréttir
Í gær

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad