fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Hallur Gunnar enn grunaður um að hafa skotið á bíl Dags en rannsókn ekki lokið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 20:06

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og skotárás á skrifstofu Samfylkingarinnar er enn ekki lokið. Sagt er að rannsóknirnar gangi vel.

Þetta kemur fram í frétt á vef Fréttablaðsins.

Þar kemur fram að Hallur Gunnar Erlingsson, fyrrverandi lögreglumaður og dæmdur kynferðisbrotamaður, hefur stöðu sakbornings í máli Dags B. Ekki kemur fram hvort Hallur Gunnar sé enn í gæsluvarðhaldi. Hann var dæmdur í stutt gæsluvarðhald á sínum tíma á grundvelli rannsóknarhagsmuna og almannahagsmuna. Það síðarnefnda felur í sér að Hallur Gunnar sé álitinn hættulegur. Engar tilkynningar hafa síðan borist frá lögreglu þess efnis að hann sé laus úr haldi né að gæsluvarðhald hafi verið framlengt.

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að ekki sé vitað hver standi að baki skotárásinni á skrifstofu Samfylkingarinnar en Hallur er einn grunaður um að hafa skotið á bíl Dags.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum