fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Hægt að fá TF-SIF til landsins á tveimur dögum ef þörf krefur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 09:00

Úr flugstjórnarklefa TF-SIF. Mynd/Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur oft verið notuð þegar eldgos hafa átt sér stað hér á landi en vélin er nú í verkefni fyrir Landamærastofnun Evrópu, Frontex. Ekki hefur verið talið að nauðsynlegt sé að nota vélina ef gjósa fer á Reykjanesskaga en ef staðan breytist er hægt að kalla vélina heim á tveimur dögum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Ásgeiri Erlendssyni, talsmanni Landhelgisgæslunnar. Hann sagði aðspurður að í samningnum við Frontex sé ákvæði um að hægt sé að kalla vélina heim ef þörf krefur. „Samningurinn við Frontex er þess eðlis að hægt er að kalla vélina heim ef náttúruhamfarir verða á Íslandi,“ sagði hann og bætti við að ekki sé reiknað með að þörf verði fyrir vélina að þessu sinni.

„Miðað við þá hugsanlegu sviðsmynd sem vísindamenn gera ráð fyrir ef eldgos verður á Reykjanesi nýtast þyrlurnar betur en flugvélin miðað við staðsetningu og eðli þess mögulega goss. TF-SIF og búnaður hennar hefur nýst vel þegar gosið hefur undir jöklum og þegar erfitt hefur reynst að komast að hamförum sökum hæðar. Ekki hefur verið óskað eftir því af hálfu almannavarna að vélin verði kölluð heim en verði þess óskað mun vélin snúa aftur til Íslands,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að það tæki tvo daga að fá vélina heim. Flugvirkjar Gæslunnar séu með á Ítalíu og gera megi ráð fyrir að vélin gæti verið tilbúin til heimferðar á tveimur sólarhringum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“