fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Formaðurinn styður Þormóð og hefur ekki trú á ákærunni – „Ef Þormóður kýlir mann í andlitið þá stendur hann ekki upp aftur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 17:08

Þormóður Árni Jónsson. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Júdósambands Íslands, Jóhann Másson, lýsir yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra sambandsins, Þormóð Árna Jónsson, sem hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Aðalmeðferð í máli Þormóðs var við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Honum er gefið að sök að hafa kýlt í andlitið einn þeirra átta manna sem yfirbuguðu hann og héldu í fangbrögðum á Laugavegi á aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018.

Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Júdósambandsins ákærður fyrir líkamsárás – Sagður hafa slegið mann á meðan átta manns héldu honum

Þormóður lýsti sig saklausan af ákærunni, hann segist hafa slegið út í loftið og hafi það verið ósjálfráð viðbrögð er hann var tekinn í armlás, þannig að handleggur hans var þvingaður fyrir aftan bak. Verjandi Þormóðs, Jón Egilsson, segir að hann hafi verið ákærður fyrir vindhögg og hann hafi ekki gert neitt rangt. Átta dyraverðir réðust á Þormóð er hann átti í heiftarlegu rifrildi við mann fyrir utan Lebowski Bar. Rétt áður hafði Þormóði verið vísað út af Kalda Bar eftir rifrildi þar. Mennirnir héldu Þormóði niðri í götunni þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann.

„Ég hef voðalega litla trú á þessari ákæru. Ég þekki Þormóð og hann er þvílíkt eðalmenni þessi drengur, þannig að ég veit ekki alveg hvað er um að vera. Ef Þormaður kýlir mann í andlitið þá stendur hann ekki upp aftur. Ég tel þetta mál vera bara einhverja vitleysu og ég vil sjá málið enda, ég held að það sé verið að búa til eitthvert vesen í kringum hann af því hann er þekkt nafn. Þessi drengur er þekktur fyrir háttvísi, tillitsemi og kurteisi. Hann myndi aldrei að fyrra bragði gera öðrum mein,“ segir Jóhann.

Jóhann segist hins vegar skilja vel að það hafi þurft marga menn til að yfirbuga Þormóð. „Það þarf átta menn til að snúa hann niður, ég hef reynt það og það gekk ekki, en við höfum glímt. Hann er heljarmenni þessi drengur og þannig menn eru oft dæmdir harðast.“

Jóhann segir að Þormóður eigi stuðning sinn vísan. „Ég læt ekkert hafa eftir mér nema stuðning við hann. En ég get bara talað fyrir mig persónulega. Það er stjórnarfundur annað kvöld þar sem við munum ræða þetta. Ég sem formaður mun styðja hann heilshugar, ég hef ekki trú á því að hann hafi gert neitt af sér sem skiptir máli.“

Jóhann segist fyrst hafa frétt af málinu í gegnum fjölmiðla í dag. Aðspurður hvort ekki sé óæskilegt að Þormóður hafi ekki sagt honum frá ákærunni, segir hann:

„Það er bara ekkert mál. Þetta er bara eitthvað sem ég veit að hann er saklaus af, þetta er ekkert að trufla okkar samstarf. Ég þekki hann til margra ára, réð hann í þetta starf og þrátt fyrir þessa ákæru myndi ég ráða hann aftur í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum