fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Faðir drengsins sem lenti undir bíl – „Hann var grátandi allan tímann og það gaf manni von“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 20:21

Jónatan Ingi Jónsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég sé þetta og kem að þessu þá er eiginlega ekkert annað sem fer í gegnum hugann en að bara bjarga barninu, tékka á barninu, en hann er grátandi allan tímann, þannig að það gaf manni von,“ segir Jónatan Ingi Jónsson, faðir tveggja ára drengs sem lenti undir bíl á leikvelli í Hafnarfirði um helgina. RÚV greindi frá.

Mannlaus bíll rann niður brekku og lenti á rólu við fjölbýlishús í Áslandshverfi í Hafnarfirði síðdegis á sunnudag. Tveggja ára sonur Jónatans varð undir bílnum. Fimm ára systur drengsins tókst að forða sér undan bílnum. Mörg vitni voru að atvikinu því verið var að halda upp á afmæli í húsinu og mörg börn voru úti að leik. Afmælisgestir þustu út og tókst þeim að lyfta bílnum ofan af drengnum.

Sonur Jónatans slapp ótrúlega vel. Hann var útskrifaður af gjörgæslu í dag og dvelst á barnaspítala Hringsins með foreldrum sínum.

„Hann er með sprungu fyrir ofan vinstra eyra sem liggur niður fyrir augað sem mun bara gróa. Þetta er algjört kraftaverk. Það er margbúið að segja það við okkur að þetta sé eiginlega bara kraftaverk,“ segir Jónatan Ingi.

Hann segir að slysið hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna. Þau séu þakklát fyrir að ekki fór verr og séu ekki í leit að sökudólgum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum