fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Sparkað í löggu og berserksgangur í Draugasetrinu – Tvítugur maður látinn svara fyrir ofbeldisverk

Heimir Hannesson
Mánudaginn 8. mars 2021 20:00

Frá Draugasetrinu á Stokkseyri. mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir röð ofbeldisverka og brot gegn valdstjórninni með því að hafa ráðist á lögreglumann innan í lögreglubifreið.

Maðurinn er í ákærunni sagður þann 30. desember 2017 hafa ráðist á lögreglukonu er hann sat í aftursæti lögreglubifreiðar sem staðsett var fyrir utan heimilið sitt. Hann var þá 17 ára gamall.

Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa í desember 2018, þá 18 ára gamall, skallað 19 ára gamlan mann í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut „innkýlt“ nefbrot vinstra megin.

Loks er maðurinn ákærður fyrir að hafa gengið berserksgang á Draugasetrinu á Stokkseyri sumarið 2019 og ráðist þar á þrjá einstaklinga með höggum og spörkum. Mun hann hafa fyrst hring 25 ára gamalli konu aftur fyrir sig þannig að hún lenti á borði sem þar stóð. Í sömu andrá mun maðurinn hafa veist að 19 ára gamalli konu og slegið hana í andlitið þannig að hún hlaut roða á andlitið. Loks veittist maðurinn að jafnaldra sínum, 18 ára gömlum manni og kýldi í andlit.

Fyrir allt þetta er maðurinn ákærður fyrir þrjár líkamsárásir, eina alvarlega líkamsárás og svo loks brot gegn valdstjórninni.

Ákæra Héraðssaksóknara verður þingfest á morgun, þriðjudag, í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum