Selma Dan Stefánsdóttir birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún óskar eftir nýra fyrir dóttur sína.
Dóttir hennar, Glóð Jónsdóttir hefur glímt við nýrnasjúkdóm frá fæðingu en sá sjúkdómur er kominn á lokastig og sárvantar Glóð nýtt nýra. Hún er að fara að hefja blóðskiljun en sjúkdómurinn skerðir öll hennar lífsgæði í dag.
Fram kemur í færslunni að nýrnagjafinn þurfi að vera andlega, félagslega og líkamlega tilbúinn til þess að gefa nýra og sá sem er tilbúinn að gera það skuli hafa samband við Ígræðsludeild Landspítalans í síma 543-2200.
Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
https://www.facebook.com/selma.stefansdottir/posts/3747551188626772