Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni mældust tæplega 700 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum frá miðnætti og fram til kl. 5:50 í morgun. Í gær mældust um 2.800 skjálftar.
Mesta virknin eftir miðnætti er bundin við Fagradalsfjall. Enginn gosórói hefur mælst, en hann er undanfari eldgoss, skjálftavirknin er hins vegar mikil áfram.
Stærsti skjálftinn frá miðnætti mældist 3,7.