fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Fagradalsfjall orðið líklegasti gosstaðurinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. mars 2021 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Breytingar frá því sem var í gær eru að eldsuppkomunæmið hefur færst alfarið til Fagradalsfjalls eins og sýnt er á myndinni,“ segir í tilkynningu frá Eldfjallafræði- og náttúruváhóp Háskóla Íslands, sem birt var kl. hálftíu í morgun.

Líklegustu gossvæðin samkvæmt núverandi spá hópsins eru öll fjarri þéttbýli og því er byggð hvergi í hættu ef til gos kemur á næstunni. Hópurinn birti meðfylgjandi mynd með tilkynningunni en í henni segir:

„Breytingar frá því sem var í gær eru að eldsuppkomunæmið hefur færst alfarið til Fagradalsfjalls eins og sýnt er á myndinni (99% þröskuldur). Myndin sýnir líka að líklegustu eldsuppkomusvæðin eru fjarri þéttbýli. Raunhæft mat á því hvert hraun geta flætt út frá upptakasvæðinu sem sýnt er á myndinni fæst með því að láta gjósa á 55 stöðum með föstu millibili innan svæðisins. Hvert eldgos er síðan endurtekið 1500 sinnum. Í eftirfarandi greiningu skoðum við líklegustu rennslisleiðir frá hverjum gospunkti inni á eldsuppkomusvæðinu. Því oftar sem líkanið beinir hrauninu í ákveðna átt, því líklegra er að hraunstraumurinn fylgi þeirri leið. Við viljum jafnframt benda á að við erum ekki með nákvæma staðsetningu á eldsuppkomunni og þess vegna eru allir gospunktarnir teknir inn í hraunrennslispánna. Við tökum einnig fram að hraunrennslisspáin sýnir einungis mögulegar rennslisleiðir hrauns út frá þeim forsendum sem notaðar eru í líkanreikningunum. Sterkustu (dekkstu) litirnir sýna líklegustu leiðirnar, ljósir litir leiðir sem líkurnar eru miklu minni. Hraunrennslislíkanið er ekki að spá fyrir um eldgos og ný keyrsla er í vinnslu og verður kynnt um leið og það er búið. Við vinnslu eldsuppkomunæmis er notast við langtímamat á eldvirkni og staðsetningu jarðskjálfta frá Veðurstofu Íslands.“

Skjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesskaga en enginn gosórói er. Því er eldgos ólíklegt á næstunni. Stærstu skjálftar sem mælst hafa í dag hafa verið rúmlega 3.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda