fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Umferðarslys á Reykjanesbraut – „Umferðin í algjöru fokki út af þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. mars 2021 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílstjóri sem var staddur á Reykjanesbraut, á mörkum Kópavogs og Breiðholts, tók meðfylgjandi mynd og hafði samband við ritstjórn. Gífurleg umferðarteppa myndaðist á svæðinu um þrjúleytið í dag.

Bílstjórinn sá tvo bíla mjög illa farna eftir árekstur, en að auki samtals fjóra bíla úti í kanti, sem erfitt var að henda reiður á hvort hefðu lent í árekstrinum.

„Umferðin er í algjöru fokki út af þessu. Við vorum 10 mínútur að komast 200 metra,“ sagði maðurinn við DV.

Skömmu síðar sagði maðurinn að ein akrein af þremur væri laus á kaflanum og lögreglan stýri þar umferð í gegn með hléum. Tókst honum að komast úr hnútnum eftir um 20 mínútur en sumir hefðu beðið lengur.

Ekki náðist samband við lögreglu vegna málsins.

Uppfært kl. 15:50

Annar bílstjóri úr umferðarteppunni hafði sambandi, en viðkomandi tók myndina að ofan. Segir hún að einhver virðist hafa slasast í árekstrinum því sjúkrabörur voru á vettvangi.

Uppfært kl. 16:09

Samkvæmt frétt mbl.is var einn fluttur á slysadeild. Enn liggur ekki fyrir hvernig slysið kom til. Samkvæmt sömu rétt rákust samtals sex bílar saman. Það rímar við lýsingar sjónarvotta við DV sem segjast hafa séð tvo bíla illa farna og fjóra bíla úti í kanti, lítið skemmda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda