fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Bókmenntasamfélagið á hliðinni í kjölfar umfjöllunar á Rás 1 – „Jæja gamli… ég myndi nú bara eyða þessu“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 20:00

Samsett mynd - EInar Kárason og J.K. Rowling

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður hafa skapast vegna umfjöllunar í útvarpsþættinum Lestinni sem er á dagskrá Rásar 1. Í þætti dagsins í dag var í dag fjallað um slaufunarmenningu (e. cancel culture),. Það er að segja þegar einstaklingi eða verkum einstaklings eru útskúfuð, útilokuð eða „slaufað“ vegna orða eða gjörða sem þykja óviðeigandi, ósmekkleg eða ógeðsleg.

Í þættinum var fjallað var um rithöfundinn J.K. Rowling, sem skrifaði bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter. Rowling hefur undanfarin misseri látið út úr sér ummæli sem þykja hatursfull í garð trans fólks, sem hefur orðið til þess að margir vilja „slaufa“ henni og verkum hennar.

Í þættinum var sérstaklega farið í mál Rowling og tölvuleikjaframleiðandans Avalance Softwere, sem hefur unnið að tölvuleiknum Hogwarts Legacy, sem tengist söguheiminum sem Rowling skapaði. Umfjöllunina má hlusta á hér.

Í þættinum er slaufunarmenning útskýrð á þennan veg:

„Samfélag manna hefur alltaf valið að útskúfa ákveðna einstaklinga og hegðun. Og í rauninni er slaufunarmenningu nútímans einna helst beitt til að vinna gegn langvinnri útskúfun ákveðinna hópa: til dæmis kvenna, hinsegin fólks, þeldökkra einstaklinga og þolenda kynferðisofbeldis. Slaufun er samt ekki alltaf alveg það sama og útskúfun. Stundum er slaufunarmenning vissulega hreinlega hræðilegt, samskiptaletjandi, mannskemmandi og umræðudrepandi fyrirbæri, en stundum tekst henni að neyða íhaldssöm öfl til umhugsunar.“

Einar Kárason, rithöfundur hlustaði á þáttinn og virtist ósammála mörgu því sem fram kom í honum. Á Facebook-síðu sinni spurði hann hreinlega hvort að „heimurinn væri orðinn svona galinn?“

„Það var núna áðan í Lestinni á Rás 1 verið að tala, af velþóknun heyrðist mér, um baráttu fyrir „slaufun“ á verkum J.K. Rowling (höf Harry Potter), vegna „haturs“ hennar og „herferðar“ gegn transfólki. Mig minnir að þetta byggist á því að hún hafi einhverntíma sagst aðspurð telja að kynin væru bara tvö. Getur verið að heimurinn sé orðinn svona galinn?“

Einar bætti sjálfur við að honum þætti slaufunarmenning vera skaðræði og nefndi nokkra heimsþekkta rithöfunda sem hann segir að margir treysti sér ekki lengur til að gefa út:

„Þessi „slaufunarkúltúr“ er bara skaðræði. Það er ekki bara Enid Blyton sem menn treysta sér ekki til að gefa út lengur heldur líka snilldarverk eftir Mark Twain, Joseph Conrad og marga fleiri.“

„Heldur rýr lýsing á því sem frá Rowling hefur komið í þessari rimmu“

Ummæli Einars hafa vakið athygli og hefur mikil umræða skapast í kringum hana. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens svaraði spurningu með einföldu svari: „Já“.

Bókmenntagagnrýnandinn Þorgeir Tryggvason telur Einar gera heldur lítið úr gjörðum Rowling gagnvart transfólki, þó hann telji sig vera samþykkan því að verkum hennar verði slaufað.

„„Slaufun“ er frábært orð. En „einhverntíman aðspurð“ er nú heldur rýr lýsing á því sem frá Rowling hefur komið í þessari rimmu, og er nú frekar krípí. Ekki það að ég mæli slaufun á verkum hennar bót.“

Þá deildi Þorgeir myndbandi sem útskýrir slaufunina á J.K. Rowling. Horfa má á það hér.

„Jæja gamli…ég myndi nú bara eyða þessu“

Eitt skemmtilegasta ummælið kom frá rithöfundinum Kamillu Einarsdóttur, sem er jafnframt dóttir sjálfs Einars, en hún bað föður sinn hreinlega um að eyða færslunni:

„Jæja gamli…ég myndi nú bara eyða þessu.“

Egill Helgason, sem er líklega þekktasti bókmenntagagnrýnandi þjóðarinnar, lagði orð í belg, en honum virðist vera misboðið. Hann minntist á væntanlega heimildamynd sem ber nafnið Allen v. Farrow, sem hann kallar „áróðursmynd“ sem hafi það að markmiði að láta Allen líta illa út.

„Þetta er ekki hægt. Nú er komin áróðursmynd gegn Woody Allen þar sem koma ekki fram neinar nýjar upplýsingar, bara þetta gamla sett í neyðarlegan “true crime” búning – en mun hafa þau áhrif að herða enn á slaufunina sem beinist gegn honum og verkum hans.“

„Núna er hluti almennings stasí og gestapó“

Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson tjáði sig einnig um málið og líkti dómstólum götunnar við Stasi og Gestapo.

„Áður fyrr var stasí og gestapó. Núna er hluti almennings stasí og gestapó.“

https://www.facebook.com/einar.karason/posts/10225783229386517

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“