Armando Bequirai, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði laugardagskvöldið 16. febrúar, verður jarðsettur á morgun, föstudaginn 5. mars, kl. 15. Útförin verður frá Grafarvogskirkju.
Tilkynning um þetta birtist í Morgunblaðinu í dag en undir hana eru rituð nöfn eiginkonu Armando og kornungs sonar þeirra.
Rannsókn málsins er gífurlega umfangsmikil en lögreglan telur sig hafa banamann Armandos í haldi. Eru nú fjórir í gæsluvarðhaldi vegna málsins en fimm eru í farbanni. Málið hefur verið tengt við átök í undirheimum en þau tengsl eru ósönnuð og hafa ekki verið staðfest opinberlega.
Fjórir eru nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins og fimm hafa verið úrskurðaðir í farbann.