fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Banna drónaflug vegna hugsanlegra eldsumbrota

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur lagt bann við flugi dróna á Reykjanesinu vegna möguleikans á eldgosi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var á fjölmiðla rétt í þessu.

„Vegna hugsanlegra eldsumbrota á Reykjanesskaga og af öryggisástæðum vegna þyrluflugs og annarra starfa viðbragðs- og vísindamanna, hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lagt bann við flugi dróna á svæðinu sem markast af Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Krísuvíkurleið og Suðurstrandavegi,“ segir í tilkynningunni sem um ræðir.

Mikill viðbúnaður hefur verið meðal viðbragðsaðila í dag vegna frétta um mögulegt eldgos í Keili. Haldinn var blaðamannafundur vegna málsins í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, sagði þó á fundinum að enginn væri í hættu ef ske kynni að eldgos kæmi.

Lesa meira: Víðir róar þjóðina og segir engan í hættu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð
Fréttir
Í gær

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutaslitin vekja furðu – „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt“

Meirihlutaslitin vekja furðu – „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“