Mbl.is greinir frá því að umfangsmikil leit standi yfir á Reykjanesskaga þar sem karl og kona eru týnd. Búið er að ræsa þyrlu Landhelgisgæslunnar en talið er að fólkið sé í nágrenni við keili, þar sem mikil jarðskjálftavirkni hefur verið undanfarna viku.
„Við óttumst að þau verði blaut og köld,“ segir Haraldur Haraldsson svæðisstjóri björgunarsveita á Suðurnesjum í samtali við blaðamann mbl.is en slæmt veður er á svæðinu og viðbragðsaðilar eru að missa skyggnið.
Maðurinn og konan eru starfsmenn Veðurstofunnar og voru að starfa við rannsóknir á jarðskjálftasvæðinu.
Uppfært: mbl.is greinir frá að fólkið sé fundið heilt á húfi.