Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að báðir skjálftarnir hafi fundist vel á Suðvesturhorninu og sá síðari hafi fundist austur á Hellu og í Vestmannaeyjum.
Virknin hefur verið nokkuð kaflaskipt í nótt. Frá klukkan 22 og fram yfir miðnætti mældust nokkrir skjálftar yfir 3,0. Um klukkan hálf þrjú jókst virknin síðan á nýjan leik.