fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ragnar telur að kvika á sjö kílómetra dýpi sé að þrýsta sér upp

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjálftavirknin á Reykjanesskaga heldur áfram og hefur jörð skolfið í alla nótt og gerir enn. Síðdegis í gær var skýrt frá því að vísindamenn telja að nú sé ekki útilokað að gosið geti á svæðinu og var það mat byggt á nýjum gervihnattarmyndum og öðrum gögnum.  Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, segir skjálftahrinuna skýrustu vísbendingu síðari ára um að nýtt eldgosatímabil sé að nálgast á Reykjanesskaga.

Vísir.is skýrir frá þessu en rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Sagðist Ragnar aldrei hafa upplifað jarðskjálftahrinu á borð við þá sem núna gengur yfir. „Þetta er svona rosalega mikið af skjálftum sem hnykkja við manni. Og manni finnst að eitthvað mikið gæti hafa gerst,” sagði hann.

Hann sagði að mesta hættan stafi af stórum skjálfta sem ætti upptök á milli Bláfjalla og Kleifarvatns og benti á skjálfta upp á 6,3 sem varð þar 1929. Í áhættumati er gert ráð fyrir skjálfta upp á allt að 6,5 á þessu svæði en það er álíka og Suðurlandsskjálftarnir 2000. „Því miður er ekkert sem við getum sagt um það. Við höfum ekki nægilegar upplýsingar um það að spá því hvenær það muni bresta. Það væri bara spá út í loftið,” sagði hann einnig.

Hann sagði það vera athyglisvert að skjálftarnir við Keili raði sér á sprungu sem liggur í norðaustur-suðvestur sem sé stefna gossprungu. Þar undir, á sjö til níu kílómetra dýpi sé kvika að þrýsta sér aðeins upp og hún ýti undir að jarðskjálftar verði. Hann sagði jafnframt að kvikan væri ekki á leið upp á yfirborðið því hún sé ansi langt frá því. „Ef þetta á að valda einhverju gosi þá verður kvikan sjálf að vera komin upp á svona fjóra kílómetra. Þá fer maður að verða virkilega hræddur um að það komi gos. En hún heldur sig að mestu leyti, eins og ég hef horft á þetta, niður á svona sjö kílómetra dýpi,“ sagði Ragnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar