Það fór eflaust fram hjá fáum íbúum Suðvesturhorns landsins að jarðskjálftahrinan sem nú ríður yfir Reykjanesskagann er enn í fullu fjöri. Nú í morgun reið einn 5.3 að styrk yfir og sagði Veðurstofan að hann hefði fundist norður á Hvanneyri og alla leið austur að Skógum undir Eyjafjöllum.
Ljóst er að þessi hrina er ein sú, ef ekki sú allra umfangsmesta í manna minnum og fylgjast vísindamenn grannt með þróun mála á Reykjaneshryggnum. Jarðvísindafólk í háskólanum hefur útbúið líkan um hvernig hraunrennsli gæti litið út miðað við hvernig skjálftavirkni síðustu daga hefur lagst á kortið. Er þar ekki að sjá annað en að helstu innviðir og bæir á Suðurnesjum sleppi, en þó er hugsanlegt að hraunflæðið nái yfir Reykjanesbrautina á köflum.
Þá er ljóst að mörgum þykir nóg um og hafa sumir lýst yfir vanþóknun sinni á áframhaldandi skjálftavirkni á Twitter.
Rett i þessu var eg að bregða svo fokking mikið, annar fokking skjalfti. Hvað er að fretta herna
— birgir ari (bilson martinez) (@Birgirari1) February 27, 2021
Þá eru þess einnig teikn að fólk sé farið að venjast þessu, og þyki smá skjálftarnir varla tiltökumál lengur:
ok, ok, það er skjálftahirna. Þurfum ekki breking news í hvert skipti sem hristist. Getum við verið sammála um að bara láta vita þega þar er yfir 5,5 og eða það byrjar að gjósa?#skjálfti
— Sveinn Brynjar Lamont Pálmason (@SveinnMolduxi) February 26, 2021
Ég veit að við erum núna með stórgott þol fyrir óvissu eftir síðasta ár en ég vil bara að þessi stóri skjálfti mæti, það komi eldgos og við bara rubbum þessu af, einn, tveir og elda 🌋
— Silja Björk (@siljabjorkk) February 26, 2021
Svo er upplifun fólks af skjálftum auðvitað ólík eftir því hvernig stendur á hverju sinni:
Hrikalegt að sitja á klósettinu þegar það kemur skjálfti – finnst ég sérstaklega berskjölduð eitthvað
— Silja Ragnarsdóttir (@Silja_Ragnars) February 26, 2021
Svo eru aðrir sem þurfa bara að láta ljós sitt skína:
Og einhvers staðar spyr konan í miðjum mökum „Fannstu þetta? Var þetta skjálfti'“ og karlinn svarar glottandi „Nei, þetta var bara ég.“ #jarðskjálfti
— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) February 26, 2021
skjálfti undir 6 á richtser var bara kallað kynlíf, þegar ég var ungur
— Þossi (@thossmeister) February 26, 2021
Fjárhagserfiðleikar SÝN kristallast í því að Kristján Már fær ekki vesti til að vera í #Skjalfti
— Eyjólfur Kolbeins (@jollinn83) February 27, 2021
Að lokum virtust þó nokkuð margir hafa ýmislegt við tímasetningu skjálftans í morgun að athuga. Samkvæmt veðurstofunni reið hann yfir klukkan 8:07. Reyndist það full snemmt fyrir marga á höfuðborgarsvæðinu.
Já góðan daginn! Ég vil þakka jarðhræringavekjaraklukkunni kærlega fyrir þetta framlag. #jarðskjalfti
— Nína Richter (@Kisumamma) February 27, 2021
Yndislegt að vakna við jarðskjálfta. Jörðin er orðin svona náttúruleg vekjaraklukka.
— Ingveldur Anna (@ingvelduranna97) February 24, 2021
Maður þarf ekki einu sinni að stilla vekjaraklukku lengur. #Skjalfti
— Helgi Steinar (@helgistones) February 27, 2021
Fínasta veljaraklukka svona skjálfti, ótillitssamt þó að vera hrista man í gang í helgarfríi, ég ætlaði að sofa til hádegis, svona eins fullorðið fólk gerir 🤷🏻♀️ #jarðskjálfti
— Rannveig Ernudóttir (@RannveigTenchi) February 27, 2021