Rétt í þessu fannst annar stór jarðskjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi í allan dag en alls hafa 479 skjálftar mælst síðan á miðnætti samkvæmt Veðurstofunni. Skjálftinn sem fannst núna klukkan 15:12 mældist 3,2 að stærð en rétt á undan honum var annar skjálfti sem mældist 2,8 að stærð.
Uppruni stærri skjálftans var 1,8 km austnorðaustur frá Fagradalsfjalli en uppruni þess minni var þrjá kílómetra suðvestur frá Keili.