Snarpur jarðskjálfti af stærð 4,8 varð 2 km norð austan af Fagradalsfjalli klukkan 12:06. Skjálftinn fannst vel á höfurðborgarsvæðinu. Annar minni kom stutt síðar eða 4,3 að stærð og mældist klukkan 12:09. Skjálftinn fannst meðal annars á Hellu og í Borgarnesi. kl. 12:24 mældist skjálfti af stærð 4,0 á sömu slóðum. Nokkrir skjálftar yfir 3,0 hafa mælst í kjölfarið. Hrinan er enn í gangi en um 5000 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með sjálvirka jarðskjálftamælikerfi Veðurstofu Íslands frá því að hrinan hófst 24. febrúar
Föstudagur 26.02.2021 |
12:06:49 | 63,913 | -22,243 | 4,4 km | 4,8 | 99,0 | 2,0 km NA af Fagradalsfjalli |
Stærðin er óyfirfarin
Uppfært 12:36 : Skjálftinn sem metinn var á 4,8 mældist í raun 4,4 skv. upplýsingum frá Veðurstofu.