fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Páll Einarsson segir að fólk þurfi að vera við öllu búið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 07:55

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að skjálftahrinan á Reykjanesskaga í gær sé hluti af atburðarás sem hófst í desember 2019 og sé staðfesting á að þessi atburðarás haldi áfram og sé síst í rénun.

Morgunblaðið hefur þetta eftir honum í dag. Haft er eftir Páli að þetta sé í fyrsta sinn sem svo mikil umbrot hafi sést á þessu svæði á svo skömmum tíma. „Þetta er allt miklu snarpara en við höfum séð áður,“ sagði hann.

Í kjölfar skjálfta upp á 5,7 klukkan 10.05 í gærmorgun fylgdu margir kröftugir skjálftar. Þetta voru bæði eftirskjálftar og gikkskjálftar að sögn Páls. Svipað hafi gerst í október síðastliðnum þegar stór skjálfti varð við Núpshlíðarháls.

Sú jarðskjálftavirkni sem hófst á Reykjanesskaga í desember 2019 hefur náð austur að Kleifarvatni en Páll sagði að svo virðist sem þar sé einhver fyrirstaða á flekaskilunum og því hafi virknin ekki færst austar en hún hefur teygt sig í vesturátt og út í sjó við Reykjanes og út á Reykjaneshrygg.

Páll sagði að austan við Kleifarvatn séu Brennisteinsfjöll og Hengilssvæðið þar sem sterkir skjálftar hafa átt upptök sín í gegnum tíðina. Sagði hann hugsanlegt að jarðskjálftavirknin teygi sig áfram í austurátt. „Það er ómögulegt að segja fyrir um það með einhverri vissu en fólk þarf að vera viðbúið öllu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hún óttaðist líka um líf sitt“

„Hún óttaðist líka um líf sitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu