fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Vara við torkennilegum símtölum – Bylgja slíkra símtala þessa dagana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 07:59

Rússneskir tölvuþrjótar eru til alls vísir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að svo virðist sem nú sé bylgja torkennilegra símtala í gangi þar sem hringt er í Íslendinga. Hann segir að hér sé um hringingar frá erlendum svikahröppum að ræða og best sé að svara ekki símann ef fólk þekkir ekki númerið sem hringt er úr eða eigi von á símtali frá viðkomandi landi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þorleifi að þetta komi svolítið í bylgjum og nú virðist ein vera í gangi. Fréttablaðið segist hafa haft spurnir af svona símtölum sem hafa öll borist úr enskum númerum.  „Ég hef einmitt heyrt af því að það væri meðal annars frá Bretlandi en þó ekki eingöngu þaðan. Það er bara mjög góð regla að ef þú átt ekki von á einhverju símtali frá Breta og þekkir ekki númerið, að svara ekki. Þá hættir þetta líka fljótt,“ sagði Þorleifur um þetta.

Sá er þetta ritar hefur einmitt fengið nokkur svona símtöl síðustu þrjár vikur. Flest hafa þau verið úr enskum númerum, með mismunandi staðsetningu í Bretlandi, en einnig hafa svona símtöl borist úr hollenskum númerum.

Fréttablaðið hefur eftir Þorleifi að svikahrapparnir hringi gjarnan úr mismunandi númerum til að ekki sé hægt að stöðva þá með því að loka á ákveðin númer. Hann sagði að oft séu tölvur notaðar sem símstöðvar og geti sá sem hringir verið í allt öðru landi en númerið sem kemur upp á skjá viðtakandans sýni. „Í sumum tilvikum eru þetta einhverjir sem eru að bjóða þjónustu; að höndla með hlutabréf eða eitthvað slíkt og eru þá náttúrlega að að falast eftir fjárhagsupplýsingum, kreditkortaupplýsingum. Og hugsanlega er skellt á og viðkomandi vonist þá til að hringt sé til baka,“ sagði hann.

Hann sagði að Póst- og fjarskiptastofnunin hafi ekki heyrt að einhverjir hafi fallið fyrir þessu svindli að undanförnu en ekki sé hægt að útiloka það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot