Íslenskur TikTok-notandi birti í dag myndband frá jarðskjálftanum sem reið yfir í morgun þar sem hann stendur í byggingarkrana. Í myndbandinu, sem er svo sannarlega rosalegt, sést stigi hristast í krananum og fætur mannsins gefa í skyn að hann hreyfist ágætlega mikið með krananum.
@pjeturjulEarthquake in iceland
Eins og flestir tóku eftir þá reið jarðskjálfti yfir suðvesturhorn landsins í dag en stærsti skjálftinn mældist 5,7. Hægt er að búast við fleiri skjálftum í dag og á næstunni. Ekkert bendir til eldsumbrota en samt sem áður var fólk sent til að mæla gas sem gæti verið merki um kvikugos.