Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur úrskurðað fimm manns í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 3. mars í tengslum við morð sem framið var í Rauðagerði fimmtudaginn 18 febrúar sl. Samkvæmt heimildum DV er um að ræða eina konu (þjóðerni óþekkt) og fjóra erlenda karlmenn. Allt er fólkið á fertugsaldri. Konan ku samkvæmt heimildum DV vera sambýliskona eins mannanna. Einn af erlendu karlmönnunum er grunaður um að hafa myrt Armando Beqirai fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði.
Fyrir eru tveir í gæsluvarðhaldi, þar af einn Íslendingur.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir:
Fimm voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 3. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni um þar síðustu helgi.