Samkvæmt tölum Veðurstofunnar hafa 669 skjálftar riðið yfir Ísland frá því klukkan sjö í morgun. Þar af eru 58 yfir þrjá á stærð og 13 yfir fjóra á stærð. Stærsti skjálftinn mældist 5,7 á stærð og mældist hann rétt eftir klukkan tíu í morgun. Sá skjálfti var um 3,3 frá mælistöðinni hjá Keili.
Flestir skjálftarnir voru á milli einum og tveim á stærð og er upprunni flestra skjálftana við og um Reykjanesskaga. Skjálftarnir fundust vel á öllu höfuðborgarsvæðinu og hristust byggingar. Aðeins eitt slys á fólki hefur verið skrásett en starfsmaður í Landsbankanum við Austurstræti fékk loftplötu í höfuðið. Hann hlaut sár á höfði en eftir ferð á heilsugæslu snéri hann aftur til vinnu.