fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Páll segir að gjaldfelling menntunar blasi við vegna kvenvæðingar grunnskólanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 07:59

Páll segir að gjaldfelling menntunar blasi við.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Vilhjálmsson, kennari, fréttamaður og bloggari, fjallar um skólamál í nýlegri færslu á bloggsíðu sinni. Þar segir hann að grunnskólinn sé kvennaskóli ef mið er tekið af kennarastéttinni. Hann segir að um níutíu prósent kennara séu konur.

„Drengjum er kennt, bæði beint og óbeint, að menntun sé fyrir stúlkur. Kvenlægar kennsluaðgerðir, s.s. ,,yndislestur“ eru ráðandi eins og við er að búast í kvennaskóla,” segir Páll í færslu sinni.

Hann segir síðan að útkoman sé fyrirsjáanleg. Karlar séu einungis þriðjungur þeirra sem útskrifast úr háskóla. Munurinn sé enn meiri þegar framhaldsnám á í hlut, þar séu karlar í miklum minnihluta þeirra sem útskrifast með meistara- og doktorspróf.

Hann segir gjaldfall menntunar blasa við, háskólastéttirnar séu að kvenvæðast og að þær lækki hlutfallslega í launum miðað við aðrar starfsstéttir. Hann víkur síðan að gæðum háskólanáms í lokaorðum sínum: „Háskólanám almennt lætur á sjá, samanber hjávísindin um manngert veður og kynjafræði sem segja Darwin ómarktækan og halda fram bábiljum um að kynin séu félagslega skilgreind en ekki líffræðilega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu