fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Lögreglan mætti á Kársnesið vegna slagsmála – Ekki var allt sem sýndist

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan dag í gær fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynning frá íbúa á Kársnesinu í Kópavogi. Íbúinn hringdi til að tilkynna um eitthvað athugavert við Kársnesbryggju en svo virtist vera sem um slagsmál væri að ræða.

Lögreglan tók kallinu að sjálfsögðu alvarlega og mætti á vettvanginn. Þá kom þó í ljós að ekki var allt sem sýndist, ekki var um að ræða alvöru slagsmál, einungis slagsmál í plati. Það voru nefnilega engir harðsvíraðir ofbeldismenn á ferðinni þarna heldur var um að ræða leiklistarnemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð.

Nemendunum brá þegar þeir heyrðu lögregluna nálgast óðfluga með sírenurnar á fullu. Ólafur Guðmundsson, leikari og leiklistarkennari, ræddi við Fréttablaðið sem greindi frá málinu. Hann sagði að krakkarnir hafi verið að taka upp atriði í stuttmynd.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá íbúa á Kársnesinu í Kópavogi um miðjan dag í gær, um að eitthvað athugavert væri í gangi við Kársnesbryggju. „Við lékum greinilega svo vel að það hefur einhver haldið að þetta væri í alvörunni,“ sagði Ólafur.

Fljótlega eftir að lögreglan mætti á svæðið var það ljóst að ekki væri um alvöru slagsmál að ræða. „Nemendurnir fengu smá sjokk fyrst þegar þeir sáu sírenurnar en þótti þetta svo bara spennandi,“ segir Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“