fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Enn lengist sakaferill kafarabúningaþjófsins – 30 daga fangelsi fyrir hnefahögg í Vestmannaeyjum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 12:55

Frá Vestmannaeyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær Andra Vilhelm Guðmundsson í 30 daga fangelsi fyrir líkamsárás sumarið 2019 á skemmtistaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum. Mun Andri hafa slegið fórnarlamb sitt með krepptum hnefa hægri handar í andlitið.

Ekki er liðið nema hálft ár síðan Andri var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt. Var Andri þar meðal annars dæmdur fyrir að stela rándýrum köfunarbúnaði að verðmæti eitt þúsund evra. Þá var hann jafnframt dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.

Sjá nánar: Marg dæmdur ofbeldismaður stal kafarabúningi

Í fyrri dómi yfir Andra var sakaferill hans rakinn. Árið 2005 var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, umferðar- og fíkniefnalagabrot. 2007 var hann sektaður fyrir ölvunarakstur og 2008 fyrir fíkniefnalagabrot. Þá var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár árið 2008 og sektaður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Andri var þá dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi árið 2009 fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna.

Árið 2010 hlaut Andri tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir „ýmis hegningarlagabrot.“ Hæstiréttur þyngdi þann dóm ári síðar í fjögurra ára fangelsi. Aftur hlaut Andri langan dóm árið 2015, eða tvö ár og fimm mánuði fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum. Landsréttur dæmdi svo Andra árið 2019 í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2019 fyrir stórfellda líkamsárás og var þar fyrri dómur yfir Andra „dæmdur upp.“

Þá var hann, sem fyrr sagði, dæmdur í september árið 2020 í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur og kafabúningaþjófnaðinn.

Til viðbótar við 30 daga fangelsi sem Andri hlaut í gær þarf hann að greiða sakarkostnað að fjárhæð rúmra 200 þúsund króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hættustigi lýst yfir á öllu landinu

Hættustigi lýst yfir á öllu landinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun