Lögreglu var tilkynnt um rörasprengju í fjöru við Arnarnesvog í dag. Sprengjusérfræðingar Ríkislögreglustjóra fóru á vettvang. Í ljós kom að um var að ræða breyttan flugeld, sem var síðan eytt með búnaði sprengjusveitar.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar var einnig greint frá því að lögreglu hafi verið tilkynnt um öskrandi mann í annarlegu ástandi fyrir utan bókasafn í Reykjavík. Maðurinn var farinn þegar lögreglu bar að garði.