Bjartmar Leósson, sem kallaður er Hjólahvíslarinn vekur athygli á sorglegum stuldi á glænýju og rándýru rafmagnshjóli, í færslu sem birtist í Facebook-hópnum Hjóladót Tapað, fundið eða stolið.
Um er að ræða rautt Trek Powerfly 5, sem stolið var úr Skipholti fyrr í febrúar. Hjólið sem um ræðir kostar 530.000 krónur, en því var stolið í innbroti tæpum sólarhring eftir að það var keypt. Bjartmar segir það ansi súrt.
Hann segir að oft fari fólk að keyra meira þegar það lendi í stöðu sem þessari og það bæti lítið í umhverfismálunum. Svo segir hann að þegar hjólum sé stolið hér á landi gerist stundum ekkert í því, og hann kallar á breytingar:
Færsla Bjartmars er eftirfarandi en mynd að hjólinu má sjá hér að ofan:
„Þessu 530.000 kr rafhjóli var stolið í innbroti tæpum sólarhring eftir að hafa verið keypt. Bara aðeins of súrt!! Veit um nokkra sem hafa hætt við að svissa yfir á hjólið til daglegs brúks og hvíla bílinn eftir að hafa lent í þessu. Ekki beint að hjálpa þegar mikið er rætt um mikilvægi vistvæns fararmáta borgarbúa.
Því ef hjóli er stolið hér i bæ er lítið sem ekkert í því gert. Breytum þessu.“
Finni fólk hjólið má það vinsamlegast hafa samband við Bjartmar í síma: 8463635