Kona slasaðist í dag þegar vélsleði hennar fór fram af hengju við Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.
Fram kemur að Björgunarsveitir í Árnessýslu hafi verið kallaðar út um tólfleytið í dag vegna slyssins.
Einnig kemur fram að konan sé verkjuð. Samferðarhópur hennar kom henni í skjól í nærliggjandi skála. Beðið er eftir Björgunarsveitum.