Í útvarpsfréttum RÚV klukkan fjögur í dag var minnst á að sjónvarpsútsending Ríkissjónvarpsins á Spurningakeppni Framhaldsskólanna, Gettu Betur, hafi verið rofin. Ástæðan var hegðun eins keppenda sem er undir lögaldri sem brást illa við tapi liðs síns.
Mikil umræða hefur skapast um málið á samfélagsmiðlum og hafa myndbönd af atvikinu farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Margir hafa sent keppandanum stuðningskveðjur, þar á meðal margir fyrrverandi keppendur Gettu Betur, sumir þeirra sögðust skilja hann vel.
Fram kom í fréttatímanum að upptakan hafi verið tekin af vefspilara RÚV í tilliti við keppandann.
Rætt var við skólameistara Framhaldsskólans við Ármúla, Magnús Ingvason, vegna málsins, en keppandinn kemur úr umræddum skóla. Hann sagði að keppandinn yrði umlukinn kærleika og umhyggju á næstu vikum.