fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

RÚV minnist á atvikið í Gettu Betur – Verður umvafinn kærleik segir skólameistari

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í útvarpsfréttum RÚV klukkan fjögur í dag var minnst á að sjónvarpsútsending Ríkissjónvarpsins á Spurningakeppni Framhaldsskólanna, Gettu Betur, hafi verið rofin. Ástæðan var hegðun eins keppenda sem er undir lögaldri sem brást illa við tapi liðs síns.

Mikil umræða hefur skapast um málið á samfélagsmiðlum og hafa myndbönd af atvikinu farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Margir hafa sent keppandanum stuðningskveðjur, þar á meðal margir fyrrverandi keppendur Gettu Betur, sumir þeirra sögðust skilja hann vel.

Fram kom í fréttatímanum að upptakan hafi verið tekin af vefspilara RÚV í tilliti við keppandann.

Rætt var við skólameistara Framhaldsskólans við Ármúla, Magnús Ingvason, vegna málsins, en keppandinn kemur úr umræddum skóla. Hann sagði að keppandinn yrði umlukinn kærleika og umhyggju á næstu vikum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Í gær

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni