fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Íslenskur maður lögsóttur fyrir að þiggja gjöf frá látinni móður sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur tók í morgun fyrir áfrýjaðan dóm dánarbús gegn manni sem hafði þegið greiðslur upp á hátt í fjórar milljónir króna frá móður sinni, eða 3.772.000 kr.

Móðirin lést árið 2018 og var dánarbú hennar tekið til opinberra skipta sama ár. Á árunum 2009 til 2011 lagði konan ofangreinda fjárhæð samtals inn á bankareikning sonar síns. Hélt sonurinn því fram að fjármunirnir hefðu verið gjöf frá móður hans sem vildi styðja hann fjárhagslega. Fjármunirnir voru millifærðir í samtals 22 greiðslum af reikningi móðurinnar yfir á reikning sonarins á þessu tímabili.

Skilningur dánarbúsins var sá að þetta hefði verið lán og krafði það manninn um endurgreiðslu.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands haustið 2019. Stefnendur bentu á að konan hafði haldið til haga kvittununum og yfirlitum yfir millifærslur til sonarins í umslögum og hefðu umslögin verið merkt sem skuldir hans. Þess skal getið að konan var svipt lögræði árið 2011 og fluttist eftir það inn á deild fyrir heilabilaða.

Sonurinn sagði móður sína hafa verið ákaflega hjálpsama og viljað leggja honum lið enda hafi hann verið öryrki um margra ára skeið.

Héraðsdómur byggði meðal annars á því að konan hafði ekki talið fram meintar skuldir sonarins við sig á skattframtölum. Því liggi ekki fyrir með óyggjandi hætti að um lán hafi verið að ræða en ekki gjafir. Sýknaði héraðsdómur manninn af kröfum dánarbúsins.

Landsréttur komst að sömu niðurstöðu í morgun og skal dómur héraðsdóms vera óraskaður. Maðurinn er því sýkn af kröfum dánarbúsins en auk þess skal það greiða honum 900 þúsund krónur í málskostnað.

Dómur Landsréttar og héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall